Á fyrstu hæð hótelsins er glæsileg setustofa þar sem tilvalið er að setjast niður og slappa af eftir dag af bæjarrölti. Þar er lítið afdrep fyrir yngri kynslóðina þar sem þau geta setið og horft á skemmtilegar íslenskar myndir á meðan foreldrarnir slaka á yfir einum köldum.

Til hliðar við setustofuna er svo hjarta leikherbergisins en þar er fínt pool borð ásamt fótboltaborði.

 

 

 

 

Hótelbarinn er staðsettur á fyrstu hæð og þar er gott úrval íslenskra bjóra ásamt öðrum drykkjum. Barinn er opinn frá kl. 16 – 22 daglega og einnig er þar happy hour á bjór af dælu daglega frá kl. 18 – 20.

Á barnum er góð aðstaða til að setjast niður og slappa af eftir langan dag eða fá sér fordrykk áður en haldið er út á lífið.

Morgunverðarsalurinn er staðsettur á fyrstu hæð. Þar er borinn fram morgunverður daglega frá kl. 07 – 10 en einnig er möguleiki á að fá morgunverðinn fyrr.

Morgunverðarhlaðborðið samanstendur af morgunkorni, úrvali áleggja, ávöxtum, brauði, skyri, osti og sætabrauði.

 

Happy hour er daglega á barnum á milli kl. 18 – 20. Þar færðu tvo bjóra á verði eins.

Frítt netsamband er á Hótel Kletti. Á herbergjunum er frítt þráðlaust net.

Einnig er frítt þráðlaust net í móttöku, bar og morgunverðarsal.

Við Hótel Klett eru næg bílastæði en að auki er bílakjallari undir hótelinu. Í bílakjallaranum eru hátt í 30 bílastæði og er þaðan innangengt beint uppá herbergin.

Bílastæðin eru að sjálfsögðu frí fyrir gesti hótelsins og við komu geta gestir fengið lykil að bílakjallaranum óski þeir þess.