Hátíðir í júlí & ágúst 

⇒ Reykjavík Classic Concerts; 26 júní – 16 ágúst 

⇒ Innipúkinn – Reykjavík Indoor-Festival; 4 – 9 ágúst

⇒ National Festival Weekend4 – 9 ágúst

⇒ Reykjavík Pride; 8 – 13 ágúst

⇒ Reykjavík Jazz Festival; 9 – 13 ágúst

⇒ Reykjavík Marathon; 19 ágúst

⇒ Reykjavík Culture Night; 19 ágúst

⇒ The International Organ Summer; júní – ágúst

      

For more information regarding the summer calendar, check out Visit Reykjavik

 

… Smá brot:

 

Midnight Sun Salsa Festival 25 – 28. maí: Fjögurra daga partý – stanslaust salsa stuð!
→ Dagskrá og miðar hér
Hátíð hafsins 10 – 11. júní: Fræðandi fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins.
Heimasíða
The Color Run 10. júní: Ertu til í óviðjafnanlega upplifun og fullkomna fjölskylduskemmtun? Komdu þá með! Við lofum svaka stemmningu!
→ Tryggðu þér miða hér
Reykjavík Mid – summer Music 25 – 26. júní: Ógleymanlegir tónleikar á bjartasta tíma ársins.
→ Takmarkað magn hátíðarpassa í boði
Secret Solstice 16 – 18. júní: Þessi magnaða tónlistarhátíð verður haldin hátíðlega í fjórða sinn í Reykjavík. Meðal þeirra listamanna sem að stíga á svið eru: Foo Fighters, The Prodigy, Big Sean …
→ Nánari upplýsingar hér
Þjóðhátíðardagur Íslendinga: Hlökkum til að sjá ykkur á 17. júní í miðborg Reykjavíkur!

 

Nánari upplýsingar um viðburði og hátíðir í Reykjavík á vef VisitReykjavík

 

Lífleg miðborg!

 

Gangandi umferð um Laugaveg hefur snaraukist síðustu ár, og þann 1. maí nk. hefst tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Eins og síðustu ár, hefur Reykjavíkurborg tilkynnt það að nokkrar götur verða sumargötur frá og með 1. maí til 1. október. Sumargöturnar eiga að þjóna þeim tilgangi að draga að vegfarendur og bæta aðgengi hjólandi fólks að verslun og þjónustu.
Laugavegur er hjarta mannlífs og menningar í miðborginni og með opnun sumargatna verður hann mun líflegri enn áður fyrr. Partur af honum verður málaður eins og sl. ár. Blómakerum, bekkjum, ásamt öðrum götugögnum verður svo komið fyrir á svæðinu til að lífga upp á mannlífið og gefa miðborginni meiri lit.

 

Eftirfarandi götur verða sumargötur frá 1. maí til 1. október:
Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstætis
Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti
Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti
Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar

 

Sjáumst í miðbænum og gleðilegt sumar!

 

Sjá meiri upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar


—-  Ekki missa af HönnunarMars 2017 —-

23 – 26 mars:
Ertu með einhver plön þessa dagana? Endilega kíktu við á Hönnunarmars! Uppskeruhátíð spannar vítt svið, ný hönnun verður frumsýnd og helstu hönnuðir Íslands sýna það sem í þeim býr. Í HönnunarMars felast tækifæri til menntunar, þróunnar og nýsköpunar. Ríflega 100 viðburðir eru á dagskrá og verða meðal annars fyrirlestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar.

Nánari upplýsingar & miðar hér

Sjáumst!

 

Nýjir stúdentagarðar hafa verið teknir í gagnið í Brautarholtinu. Með framkvæmdunum var leitast við að svara eftirspurn eftir stúdentaíbúðum. Garðarnir eru staðsettir í Brautarholti nr 7, á milli Mjölnisholts og Ásholts. Á görðunum hafa risið tvö hús, alls um 4.700 m2, með 102 íbúðum. Íbúðirnar eru blanda af einstaklings- og paraíbúðum og íbúðum fyrir fjölskyldur. Framkvæmdirnar stóðu yfir frá júlí 2015 til hausts 2016 og ollu þær smá ónæði fyrir hótelgesti hótel Kletts en á sama tíma hafa starfsmenn hótel Kletts gengið úr skugga um það að gestir voru upplýstir á meðan byggingaframkvæmdirnar stóðu yfir. Um byggingu sá Jáverk ehf en THG arkitektar voru aðalhönnuðurnir.

 

 

klettur-25           img_0797