Bílaleiga

Til þess að auka við þjónustu og þægindi fyrir gesti hótelsins býður hótel Klettur upp á bílaleigu.
Við erum í samstarfi við Enterprise en þeir eru staðsettir í Reykjavík og með aðsetur á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Hægt er að leigja bíl og vera sóttur á BSÍ eða við hótelið. Reynslumikið starfsfólk Enterprise finnur bílinn sem hentar þér og auðveldar leitina að ódýrum bílaleigubíl.
Vinsamlega hafið samband í gegnum netfangið tourdesk@hotelklettur.is fyrir nánari upplýsingar og verð.