Innskráning er eftir kl. 15:00 daglega og útskráning er fyrir kl. 11:00. Stundum er mögulegt að fá innskráningu fyrr eða útskráningu síðar en það fer eftir hver staðan er á hótelinu. Sú þjónusta er gegn aukagjaldi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Það er mögulegt ef stærra herbergi er laust. Ef þú vilt vera alveg viss um að fá stærra herbergi eða t.d. herbergi með útsýni þá er best að fara fram á það þegar þú bókar.
Já, það eru frí bílastæði við hliðina á hótelinu. Þar er stórt bílastæði með nægum bílastæðum. Einnig er bílastæðahús undir hótelinu þar sem eru rúmlega 20 stæði.
Já, starfsmenn okkar í móttöku hjálpa til við að bóka í ferðir, gefa upplýsingar um söfn eða hjálpa til við að bóka borð á veitingastöðum. Flestallir ferðaþjónustuaðilar sækja svo gestina hjá okkur í ferðir.
Við erum í samstarfi við Procar sem er með bíla fyrir öll tækifæri. Starfsfólk Procar sækir gestina til okkar og skutlar þeim í höfuðstöðvar Procar sem eru í næsta nágrenni við hótelið. Þar bíður bíllinn sem óskað var eftir.
Á öllu hótelinu er í boði frítt þráðlaust net. Í mörgum herbergjum er einnig hægt að tengjast netinu  með snúru en það tryggir hraðari aðgang. Hægt er að fá snúru gegn vægu tryggingargjaldi í móttökunni.
Fjöldi góðra veitingastaða er í göngufæri. Við enda götunnar er Potturinn og pannan sem er vinsæll hjá gestum okkar. Stutt er einnig að ganga á Ruby Tuesday. Þá er aðeins um 5 mínútna ganga að Laugaveginum þar sem veitingastaðir eru á hverju strái, svo sem Argentína steikhús, Eldsmiðjan og margir fleiri.