Misstir þú af morgunmatnum? Engar áhyggjur, hjá okkur geta gestir keypt sér meðal annars rjúkandi heitt kaffi og gúmmelaði sem bragðast svo undursamlega með kaffinu.

Read more

Á Hótel Kletti hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar undanfarið. Helstu endurbætur eru á svæðum eins og barsvæði, leikjaherbergi og í móttöku. Lögð var áhersla á nýtískulegt útlit og fágaðan stíl.

Á fyrstu hæð hótelsins er glæsileg setustofa þar sem tilvalið er að setjast niður og slappa af eftir dag af bæjarrölti. Þar er lítið afdrep fyrir yngri kynslóðina þar sem þau geta setið og horft á skemmtilegt barnaefni á meðan foreldrarnir slaka á yfir einum köldum.

Til hliðar við setustofuna er svo hjarta leikherbergisins en þar er fínt pool borð ásamt norðurljósaveggnum okkar þar sem tilvalið er að taka eina góða selfie mynd með norðurljósin í bakgrunni.

 

 

 

Hótelbarinn er staðsettur á fyrstu hæð og þar er gott úrval íslenskra bjóra, Kokteila ásamt öðrum drykkjum. Barinn er opinn frá kl. 14 – 23 daglega og einnig er þar happy hour á bjór af dælu daglega frá kl. 18 – 20.

Á barnum er góð aðstaða til að setjast niður og slappa af eftir langan dag eða fá sér fordrykk áður en haldið er út á lífið. Á barsvæðinu eru tveir stórir flatskjáir og því tilvalið að horfa á leikinn.

Morgunverðarsalurinn er staðsettur á fyrstu hæð. Þar er borinn fram morgunverður daglega frá kl. 07 – 10 en einnig er möguleiki á að fá morgunverðinn fyrr.

Morgunverðarhlaðborðið samanstendur af morgunkorni, úrvali áleggja, ávöxtum, brauði, skyri, osti og sætabrauði.

 

Happy hour er daglega á barnum á milli kl. 18 – 20. Þar færðu tvo bjóra á verði eins.

Frítt netsamband er á Hótel Kletti. Á herbergjunum er frítt þráðlaust net.

Einnig er frítt þráðlaust net í móttöku, bar og morgunverðarsal.

Við Hótel Klett eru næg bílastæði en að auki er bílakjallari undir hótelinu. Í bílakjallaranum eru hátt í 30 bílastæði og er þaðan innangengt beint uppá herbergin.

Bílastæðin eru að sjálfsögðu frí fyrir gesti hótelsins og við komu geta gestir fengið lykil að bílakjallaranum óski þeir þess.