Lífleg miðborg!

 

Gangandi umferð um Laugaveg hefur snaraukist síðustu ár, og þann 1. maí nk. hefst tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Eins og síðustu ár, hefur Reykjavíkurborg tilkynnt það að nokkrar götur verða sumargötur frá og með 1. maí til 1. október. Sumargöturnar eiga að þjóna þeim tilgangi að draga að vegfarendur og bæta aðgengi hjólandi fólks að verslun og þjónustu.
Laugavegur er hjarta mannlífs og menningar í miðborginni og með opnun sumargatna verður hann mun líflegri enn áður fyrr. Partur af honum verður málaður eins og sl. ár. Blómakerum, bekkjum, ásamt öðrum götugögnum verður svo komið fyrir á svæðinu til að lífga upp á mannlífið og gefa miðborginni meiri lit.

 

Eftirfarandi götur verða sumargötur frá 1. maí til 1. október:
Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstætis
Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti
Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti
Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar

 

Sjáumst í miðbænum og gleðilegt sumar!

 

Sjá meiri upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar


—-  Ekki missa af HönnunarMars 2017 —-

23 – 26 mars:
Ertu með einhver plön þessa dagana? Endilega kíktu við á Hönnunarmars! Uppskeruhátíð spannar vítt svið, ný hönnun verður frumsýnd og helstu hönnuðir Íslands sýna það sem í þeim býr. Í HönnunarMars felast tækifæri til menntunar, þróunnar og nýsköpunar. Ríflega 100 viðburðir eru á dagskrá og verða meðal annars fyrirlestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar.

Nánari upplýsingar & miðar hér

Sjáumst!

 

Nýjir stúdentagarðar hafa verið teknir í gagnið í Brautarholtinu. Með framkvæmdunum var leitast við að svara eftirspurn eftir stúdentaíbúðum. Garðarnir eru staðsettir í Brautarholti nr 7, á milli Mjölnisholts og Ásholts. Á görðunum hafa risið tvö hús, alls um 4.700 m2, með 102 íbúðum. Íbúðirnar eru blanda af einstaklings- og paraíbúðum og íbúðum fyrir fjölskyldur. Framkvæmdirnar stóðu yfir frá júlí 2015 til hausts 2016 og ollu þær smá ónæði fyrir hótelgesti hótel Kletts en á sama tíma hafa starfsmenn hótel Kletts gengið úr skugga um það að gestir voru upplýstir á meðan byggingaframkvæmdirnar stóðu yfir. Um byggingu sá Jáverk ehf en THG arkitektar voru aðalhönnuðurnir.

 

 

klettur-25           img_0797

 

Hlemmtorg fær nýtt hlutverk!

Næsta vor mun mathöll opna í fyrsta sinn á Íslandi á Hlemmi. Þar af leiðandi gríðarlega spennandi tímar framundan bæði fyrir íbúa nágrennisins og þá sem starfa í nágrenni Hlemms en líka allt höfuðborgarsvæðið og gesti miðborgarinnar. Hlemmtorg verður þó áfram áfangastaður í leiðarkerfi Strætó, þótt húsið fái glænýtt hlutverk.

Mathöllin verður opin daglega og verður heimili tíu smárra veitingastaða og úrvals sælkeraverslana. Búið er að tilkynna fjóra kaupmenn: ísgerðina Ísleif heppna, veitingastaðinn Taco Santo, kaffi- og smárétta- og kokteilbarinn Skál! ásamt Micro-Roast Te & Kaffi. Tilkynnt verður um hina sex kaupmennina eftir því sem nær dregur.

Opnunin mun klárlega renna stoðum undir fjölbreyttara mannlíf og gera Hlemm aftur að eftirsóknarverðum áfangastað. Hægt er að fylgjast með inn á heimasíðunni: http://www.hlemmurmatholl.is/

 

Ný heimasíða Hótel Kletts hefur nú litið dagsins ljós. Vefsíðan er mun einfaldari í notkun og stílhreinni en sú eldri.

Á meðal nýjunga er að nú geta gestir bókað beint þær skoðunarferðir sem þeir hafa áhuga á. Þetta geta þeir gert beint í gegnum síðuna áður en þeir koma. Einnig eru góðar upplýsingar um áhugaverða staði í nágrenni hótelsins ásamt upplýsingum um hvernig er best að koma sér á hótelið.

Í dag tókum við í notkun viðbygginguna við Hótel Klett. Í viðbyggingunni eru um 80 ný herbergi, stærri morgunverðarsalur, leikherbergi, setustofur á hverri hæð auk stigagangs og lyftu.

Með tilkomu nýrra herbergja er Hótel Klettur orðið 166 herbergja hótel og skipar sér því í flokk stærri hótela á Íslandi. Í júní má svo búast við að bílakjallarinn undir hótelinu verði tilbúinn en hann kemur til með að rúma um 20 bíla en þar fyrir utan eru frí bílastæði við hlið hótelsins

123