Með Gestakorti Reykjavíkur er íbúum borgarinnar og gestum hennar gert enn auðveldara að njóta þess öfluga menningarlífs sem borgin hefur upp á að bjóða. Handhöfum kortsins er veittur aðgangur að helstu söfnum á höfuðborgarsvæðinu og öðrum áhugaverðum stöðum.

Read more

Búin/nn að innrita þig fyrir innritunartíma? Herbergið er ekki tilbúið? Óttastu ekki, því hér að neðan eru nokkrar skemmtilegar uppástungur: Read more

Hlemmur Mathöll er lifandi mathöll sem býður upp á hágæða mat og fjölbreytta matseðla, rétt hjá hótel Kletti. Hlemm­ur var áður stoppistöð fyr­ir strætónot­end­ur en er nú næsta stoppu­stöð mat­gæðinga.

Read more

Hótel Klettur er góður kostur bæði fyrir erlenda ferðamenn en ekki síður fyrir íslendinga sem eiga leið í höfuðborgina enda er hótelið frábærlega staðsett á horninu á Mjölnisholti og Brautarholti, aðeins um 300 metra fjarlægð frá Hlemmi. Kaffihús, söfn, gallerí, veitingastaðir og margir aðrir áhugaverðir og skemmtilegir staðir eru á hverju horni.

Read more

Höfði er sögufrægt hús í Reykjavík.  Húsið var byggt árið 1909 fyrir franska ræðismanninn á Íslandi. Það er hins vegar best þekkt fyrir að vera staðsetning leiðtogafundar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev árið 1986. Fundurinn er talinn hafa verið eitt helsta skrefið á átt að ljúka kalda stríðinu.

Á meðal frægra gesta Höfða hafa verið Drottning Englands, Winston Churchill og Marlene Dietrich. Annar frægur gestur Höfða er draugur sem hefur meðal annars valdið svo miklum óróa í húsinu að breska utanríkisráðuneytið sem átti húsið ákvað að selja það vegna draugaláta árið 1958. Reykjavíkurborg keypti húsið  og frá þeim tíma hefur húsið verið notað við formlegar móttökur og veisluhöld á vegum borgarinnar.

Húsið er því miður ekki opið almenningi.

Höfði er í Borgartúni, 105 Reykjavík

Viðey er aðeins um 1,7 km² að stærð og rís hæst um 32 metra yfir sjávarmáli. Miklar bergmyndanir eru meðfram strönd eyjarinnar og er sérstaklega mikil fegurð í stuðlaberginu í Virkishöfðanum og Eiðisbjarginu.

Í Viðey er margt að skoða. Þar er hægt að fara í gönguferðir um fjörur, tún og stíga en þar er einnig hesta og hjólaleiga yfir sumarið.

Rétt er að benda á að Viðey er ekki hættulaus staður og þar eru klettar, skurðir og tjarnir sem geta verið varasamar. Bent er á að börn eru á ábyrgð foreldra eða annarra forráðamanna.

Í Viðey er aðstaða til funda- og ráðstefnuhalda auk þess sem mikið er um að haldnar séu veislur í eyjunni.

Siglt er til Viðeyjar á laugardögum og sunnudögum yfir vetrartímann og daglega yfir sumartímann.
Frítt er fyrir 0-6 ára í ferjuna, 750 kr. fyrir 7 – 15 ára og 1.500 kr fyrir fullorðna.

Viðeyjarstofa er opin daglega á sumrin og um helgar á veturna.

Landnámssýningin fjallar um landnám Reykjavíkur og er þar byggt á fornleifarannsóknum sem hafa verið gerðar í miðbæ Reykjavíkur.  Aðalatriði sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi í Aðalstræti.  Norðan við skálann fannst svo veggjarbútur sem er enn eldri eða frá því um árið 871 og það eru því elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Á sýningunni er gefin hugmynd um hvernig Reykjavík leit út við landnám og er til þess notuð meðal annars margmiðlunartækni þar sem til dæmis er litið inní skálann með hjálp tölvutækni.

Opið er daglega frá kl. 09:00 – 18:00.
Aðgangseyrir er 1.600 kr fyrir fullorðna og frítt er inn fyrir yngri en 18 ára, öryrkja og eldri borgara.

Perlan er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur.  Perlan er byggð ofan á sex hitaveitugeymum sem hver um sig rúmar 4 milljónir lítra af heitu vatni.  Perlan var vígð árið 1991 og er þar að finna Vetrargarðinn, kaffiteríu, veitingastað og útsýnispall.

Við Perluna hefur Hitaveita Reykjavíkur látið útbúa goshver til skemmtunar og fræðslu. Boruð var 30 metra djúp hola og var sett í hana stálrör með vatnsleiðslu. Um þessa leiðslu fer síðan 125°C heitt vatn.

Öskjuhlíðin liggur svo allt í kringum Perluna en þar hafa verið gróðursett um 176.000 tré og er Öskjuhlíðin því skógi vaxinn sælureitur.  Þar eru skemmtilegir hjóla- og göngustígar auk þess sem mikið er um friðsæl rjóður þar sem hægt er að slappa af.

Perlan er opin daglega frá kl. 09 – 23:00, sýningin Jöklar og íshellir: 09:00 – 19:00, kaffiterían á milli kl. 09 – 21 og veitingastaður kl. 11:30 – 22:00.
Útsýnispallur Perlunnar, 360° Reykjavík, liggur ofan á heitavatnsgeymunum. Opnunartími útsýnispallsins: 09:00 – 19:00. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 490 kr. en frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Hallgrímskirkja er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur.  Turninn er 74,5 metra hár og þaðan er eitt besta útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið.

Hallgrímskirkja var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni árið 1937 og hófst byggingin árið 1945.  Það tók sinn tíma að byggja kirkjuna og var því lokið um 40 árum síðar eða árið 1986. Byggingu turnsins var þó lokið löngu fyrr.  Orgelið í kirkjunni er engin smásmíði en það er um 25 tonn og er með 5275 pípur. Gerð þess var lokið árið 1992 og hefur það síðan fengið að hljóma við ýmsar upptökur.

Fyrir framan Hallgrímskirkju er svo stytta af Leifi Eiríkssyni (c. 970 – c. 1020) en hann var fyrsti Evrópumaðurinn til að uppgötva Ameríku. Styttan var gjöf frá Bandaríkjunum í tilefni af 1.000 ára afmæli Alþingis árið 1930.

Opið daglega frá kl. 09:00 – 21:00.
Aðgangseyrir er 900 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir 7 – 14 ára.

Fyrsta steypta sundlaugin á Íslandi var gerð í Laugardal árið 1908 en þar var heita vatninu úr laugunum í Laugardal veitt í laugina og köldu vatni úr Gvendarbrunnum.

Í dag eru 17 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu af öllum stærðum og gerðum. Sundlaugarferð er vinsæl afþreying og eru sundlaugarnar því oft þéttsetnar.

Sundlaugarnar hafa oftast laug sem er ætlað að synda í og eru þær laugar oftast um 28° heitar.  Oft er einnig einhvers konar busllaug fyrir börnin sem er þá heitari auk heitra potta sem eru oft á bilinu 38 – 45 gráður.  Oftast er gufubað einnig til staðar.

Myndin hér að ofan er úr sundlauginni í Laugardal, sem staðsett er aðeins um 1 km. frá Hótel Kletti.

Um 17 sundlaugar eru á höfuðborgarsvæðinu og opna þær flestar kl 06:30 á virkum dögum og kl 08:00 um helgar
Nánari upplýsingar á www.sundlaugar.is