Hlemmtorg fær nýtt hlutverk!

Næsta vor mun mathöll opna í fyrsta sinn á Íslandi á Hlemmi. Þar af leiðandi gríðarlega spennandi tímar framundan bæði fyrir íbúa nágrennisins og þá sem starfa í nágrenni Hlemms en líka allt höfuðborgarsvæðið og gesti miðborgarinnar. Hlemmtorg verður þó áfram áfangastaður í leiðarkerfi Strætó, þótt húsið fái glænýtt hlutverk.

Mathöllin verður opin daglega og verður heimili tíu smárra veitingastaða og úrvals sælkeraverslana. Búið er að tilkynna fjóra kaupmenn: ísgerðina Ísleif heppna, veitingastaðinn Taco Santo, kaffi- og smárétta- og kokteilbarinn Skál! ásamt Micro-Roast Te & Kaffi. Tilkynnt verður um hina sex kaupmennina eftir því sem nær dregur.

Opnunin mun klárlega renna stoðum undir fjölbreyttara mannlíf og gera Hlemm aftur að eftirsóknarverðum áfangastað. Hægt er að fylgjast með inn á heimasíðunni: http://www.hlemmurmatholl.is/