Október er að detta inn… frábær tími til að fara Gullna hringinn!

Gullni hringurinn er einn af vinsælustu dagsferðum á Íslandi og stór hluti þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim eyðir degi í að fara Gullna hringinn. Gullni Hringurinn er stærri og fjölbreytilegri en hvað flestir halda og eru til mismunandi útgáfur af hringnum, en sú vinsælasta er Gullfoss – Geysir og Þingvellir.

Það er mjög persónubundið hvernig fólk kýs að ferðast Gullna hringinn, margir kjósa hópferðir á meðan aðrir vilja ferðast einsamlir. Fyrir þá sem eiga sinn eigin bíl, er upplagt að nýta hann í þetta skemmtilega ferðalag.

Þingvellir – náttúruundur á heimsvísu.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er undursamlegur staður, náttúrusmíð sem á engan sinn líka. Hér var hið forna Alþingi sett í fyrsta skipti árið 930 og íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944 og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum okkar Íslendinga. Svæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland og á Þingvöllum má sjá afleiðingarnar gliðnunar jarðskorpunnar í sprungum og gjám svæðisins.

Geysir:

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Gosvirknin á svæðinu er ákaflega sveiflukennd og liggur Geysir núna í dvala en Strokkur gýs hins vegar án afláts og líða yfirleitt ekki nema en 2 – 5 mínútur á milli gosa sem eru alltaf jafn viðburðarík að sjá.

Gullfoss:

Gullfoss, frægastur allra fossa á Íslandi og er ein af helstu náttúruperlum Íslands. Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979.

Við mælum með því að rækta Íslendinginni í sér og fara og skoða þessar náttúruperlur 🙂

Mynd: Visit South Iceland.