Frá Keflavíkurflugvelli.

Það er um 50 mínútna akstur frá Keflavíkurflugvelli að Hótel Kletti en það eru um 45 km.

Airport Direct ásamt Flybus aka reglulegar ferðar frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Það tekur um 70 mínútur að fara frá Keflavíkurflugvelli að Hótel Kletti með Airport Direct eða Flybus.

Frá BSÍ.

Það eru aðeins um 1,7 km. frá BSÍ að Hótel Kletti. Auðvelt er að taka leigubíl eða að nýta Airport Direct eða Flybus þjónustuna ef komið er frá Keflavíkurflugvelli.

 

Frá Reykjavíkurflugvelli.

Einfalt er að komast frá Reykjavíkurflugvelli að Hótel Kletti hvort sem verið er að koma frá starfsstöð Flugfélags Íslands eða Flugfélagsins Ernis. Frá Flugfélagi Íslands eru um 2.2 km en frá Flugfélaginu Ernir eru um 1,8 km.

Á bíl.

Auðvelt er að koma að Hótel Kletti á bíl. Þegar komið er inn í Reykjavík frá Vestur – eða Suðurlandi er ekið niður Miklubraut að gatnamótum Miklubrautar og Löngahlíðar og beygt inn Lönguhlíð til hægri. Ekið er þar til komið er að gatnamótum Nóatúns og Brautarholts og þá beygt inn Brautarholt til vinstri. Þaðan er ekið þar til Hótel Klettur sést á hægri hönd.

Áhugaverðir staðir í nágrenninu 

Sendu skilaboð