Landnámssýningin fjallar um landnám Reykjavíkur og er þar byggt á fornleifarannsóknum sem hafa verið gerðar í miðbæ Reykjavíkur.  Aðalatriði sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi í Aðalstræti.  Norðan við skálann fannst svo veggjarbútur sem er enn eldri eða frá því um árið 871 og það eru því elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Á sýningunni er gefin hugmynd um hvernig Reykjavík leit út við landnám og er til þess notuð meðal annars margmiðlunartækni þar sem til dæmis er litið inní skálann með hjálp tölvutækni.

Opið er daglega frá kl. 09:00 – 18:00.
Aðgangseyrir er 1.600 kr fyrir fullorðna og frítt er inn fyrir yngri en 18 ára, öryrkja og eldri borgara.

Comments are closed.