☆ Gleðilega Menningarhátíð ☆ 
Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og í húsum í bænum. Í ár verður afar fjölbreytt dagskrá og úrval viðburða.

Menningarnóttin markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar leikhús, söfn, menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Áherslusvæðið í ár er Hlemmur og þar í kring. Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu.
Hér má sjá fulla dagskrá - sjáumst á Menningarnótt 2017!