Ný heimasíða Hótel Kletts hefur nú litið dagsins ljós. Vefsíðan er mun einfaldari í notkun og stílhreinni en sú eldri.

Á meðal nýjunga er að nú geta gestir bókað beint þær skoðunarferðir sem þeir hafa áhuga á. Þetta geta þeir gert beint í gegnum síðuna áður en þeir koma. Einnig eru góðar upplýsingar um áhugaverða staði í nágrenni hótelsins ásamt upplýsingum um hvernig er best að koma sér á hótelið.