Perlan er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur.  Perlan er byggð ofan á sex hitaveitugeymum sem hver um sig rúmar 4 milljónir lítra af heitu vatni.  Perlan var vígð árið 1991 og er þar að finna Vetrargarðinn, kaffiteríu, veitingastað og útsýnispall.

Við Perluna hefur Hitaveita Reykjavíkur látið útbúa goshver til skemmtunar og fræðslu. Boruð var 30 metra djúp hola og var sett í hana stálrör með vatnsleiðslu. Um þessa leiðslu fer síðan 125°C heitt vatn.

Öskjuhlíðin liggur svo allt í kringum Perluna en þar hafa verið gróðursett um 176.000 tré og er Öskjuhlíðin því skógi vaxinn sælureitur.  Þar eru skemmtilegir hjóla- og göngustígar auk þess sem mikið er um friðsæl rjóður þar sem hægt er að slappa af.

Perlan er opin daglega frá kl. 09 – 23:00, sýningin Jöklar og íshellir: 09:00 – 19:00, kaffiterían á milli kl. 09 – 21 og veitingastaður kl. 11:30 – 22:00.
Útsýnispallur Perlunnar, 360° Reykjavík, liggur ofan á heitavatnsgeymunum. Opnunartími útsýnispallsins: 09:00 – 19:00. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 490 kr. en frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Comments are closed.