booking(a)hotelklettur.is
Hotel Klettur Tourist TV

Um okkur

Hótel Klettur

er glæsilegt nútíma hótel, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 166 herbergi, þar af 145 Standard herbergi, 18 Superior herbergi og 3 fjölskylduherbergi. Superior herbergin eru 18 talsins en 10 þeirra hafa einkasvalir og fimm hafa útsýni yfir sundið og nærliggjandi fjöll. Á fyrstu hæð hótelsins er falleg setustofa auk morgunverðarsalar þar sem boðið er upp á veglegan morgunverð sem er innifalinn. Einnig má þar finna glæsilega setustofu og leikherbergi. Þar er hægt að spila pool, fótboltaspil og einnig geta börnin setið í setukrók og horft á skemmtilegt íslenskt barnaefni.

Nafn hótelsins er dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn. Allt útlit og innviðir hótelsins fá innblástur frá íslenskri náttúru og þá sérstaklega íslenskum bergtegundum.

300 metrar frá Hlemmi

Klettur er frábær kostur bæði fyrir erlenda ferðamenn en ekki síður fyrir Íslendinga sem eiga leið í höfuðborgina enda er hótelið frábærlega staðsett á horninu á Mjölnisholti og Brautarholti, aðeins um 300 metra fjarlægð frá Hlemmi. Kaffihús, söfn, gallerí, veitingastaðir og margir aðrir áhugaverðir og skemmtilegir staðir eru á hverju horni.

Velkomin! Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur.

Hótel Klettur / Mjölnisholt 12-14 / 105 Reykjavík
Bókanir: booking@hotelklettur.is / sími: 440-1600.
Tölvupósti er svarað innan 24 klst á virkum dögum.

Finndu okkur á samfélagsmiðlunum: 

 #hotelklettur 

 

(+354) 440 1600

|

Tourist TV