booking(a)hotelklettur.is
Hotel Klettur Tourist TV

Höfði

Höfði er sögufrægt hús í Borgartúni, Reykjavík. Húsið var byggt árið 1909 fyrir franska ræðismanninn á Íslandi. Það er hins vegar best þekkt fyrir að vera staðsetning leiðtogafundar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev árið 1986. Fundurinn er talinn hafa verið eitt helsta skrefið á átt að ljúka kalda stríðinu.

Á meðal frægra gesta Höfða hafa verið Drottning Englands, Winston Churchill og Marlene Dietrich. Annar frægur gestur Höfða er draugur sem hefur meðal annars valdið svo miklum óróa í húsinu að breska utanríkisráðuneytið sem átti húsið ákvað að selja það vegna draugaláta árið 1958. Reykjavíkurborg keypti húsið og frá þeim tíma hefur húsið verið notað við formlegar móttökur og veisluhöld á vegum borgarinnar.

Húsið er því miður ekki opið almenningi. Smellið hérna til að skoða staðsetningu á korti.

(+354) 440 1600

|

Tourist TV