booking(a)hotelklettur.is
Hotel Klettur Tourist TV

Hagnýtar upplýsingar

 • Herbergisþrif

  Við viljum að dvöl þín verði eins þægileg og róleg og kostur er, því munum við aðeins þrífa herbergið þitt ef þú óskar þess.  Við höfum einnig það umhverfissjónarmið að leiðarljósi að draga úr óþarfa notkun á hreinsiefnum og vatni. Ef þú dvelur hjá okkur lengur en í þrjá daga munum við þrífa herbergi þitt á þriggja daga fresti.

  Fyrirkomulagið byggist þó að sjálfsögðu allt á þínum óskum, svo vinsamlegast hafðu samband við gestamóttökuna ef þú óskar eftir að fá herbergið þrifið oftar. Ef þú þarfnast hreinna handklæða eða snyrtivara þá endilega láttu okkur vita.

 • Innritun

  Innritun hefst eftir kl 15:00. Ef óskað er eftir innritun fyrir kl 15, vinsamlega hafið samband við starfsfólkið í móttökunni. Ef gestir vilja ekki vera ónáðaðir eru þeir beðnir um að nota „ónáðið ekki“ spjaldið á hurðina.

   

 • Útskráning

  Á brottfarardegi þarf að rýma herbergið fyrir kl 11. Vinsamlega hafið samband við gestamóttöku ef óskað er eftir að seinka útskráningu. Munið að skila lyklum í móttöku.

 • Morgunmatur

  Morgunmatur er innifalinn í gistingu á hótel Kletti og er borinn fram daglega á fyrstu hæð frá kl 07 – 10.

  (meira…)
 • Móttaka og aðstaða

  Móttakan er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Móttökustarfsfólkið er því alltaf til þjónustu reiðubúið.

  (meira…)

 • Þráðlaust net

  Netflix maraþon? Gestir hótel Kletts fá aðgang að þráðlausu neti hótelsins án endurgjalds.

 • Klettur Bar

  Hótelbarinn á Kletti er staðsettur á fyrstu hæð hótelsins. Barinn er einstaklega notalegur og við mælum eindregið með því að staldra þar við til að væta kverkarnar og njóta góðra drykkja. (meira…)

 • Sjónvarp og útvarp

  Á hótel Kletti má finna fjölmargar erlendar sjónvarpsstöðvar.  Leitast er við að hafa sjónvarpsstöðvar fjölbreyttar og á nokkrum erlendum tungumálum.  Þar má finna á ensku, þýsku, frönsku og spænsku auk fleiri.

  Einnig eru fjölmargar útvarpsstöðvar

   

 • Reykingar

  Sérstök reykingaraðstaða er hægra megin fyrir framan hótelið. Að öðru leytir eru reykingar og rafrettur stranglegar bannaðar á hótel Kletti.

  (meira…)

(+354) 440 1600

|

Tourist TV