booking(a)hotelklettur.is
Hotel Klettur Tourist TV

Menningarnótt

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar er á næsta leyti

Dagsetning: laugardagur, 24. ágúst, 2019.
Hvenær: 13:00 – 23:00
Hvar: miðborg Reykjavíkur

Kraftmikið menningarlíf og góð samvera

Menningarnótt er hátíð sem haldin er árlega í Reykjavík fyrsta laugardag eftir afmæli Reykjavíkurborgar. Fjölmargir borgarbúar taka þátt í að móta daginn og er hátíðin því ómissandi partur af menningarlífi borgarbúa. Hátíðin verður formlega sett kl. 13:00 á Hagatorgi á laugardaginn.

Framundan er fjölbreytt úrval dagskrárefnis fyrir alla aldurshópa og er hún gestum að kostnaðarlausu. Hámark dagsins er í augum margra flugeldasýningin og byrjar hún á slaginu ellefu.

Samgöngur

Miðborginni er breytt í göngugötu og er hún því lokuð fyrir almennri bílaumferð. Fólk er því hvatt til að ganga í bæinn eða nýta sér fríar ferðir strætó. Upplýsingamiðstöð í Ráðhúsi Reykjavíkur verður opin frá kl. 08:00 – 20:00.

Hægt er að kynna sér alla viðburði dagsins á vef Reykjavíkurborgar.

(+354) 440 1600

|

Tourist TV