Gestakort Reykjavíkur
Með Gestakorti Reykjavíkur er íbúum borgarinnar og gestum hennar gert enn auðveldara að njóta þess öfluga menningarlífs sem borgin hefur upp á að bjóða. Handhöfum kortsins er veittur aðgangur að helstu söfnum á höfuðborgarsvæðinu og öðrum áhugaverðum stöðum.
Einnig fá korthafar óheftan aðgang í sundlaugar Reykjavíkur og síðast en ekki síst gildir Gestakortið ótakmarkað í Strætó á meðan kortið er í gildi. Gestakortið er fáanlegt sem: 24, 48 og 72 tíma kort.
Að hvaða stöðum veitir gestakortið aðgang?
Strætó á svæði 1
Öllum sundlaugum í Reykjavík (7)
Sundlaug Kópavogs
Þjóðminjasafni Íslands
Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi
Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum
Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni
Listasafni Íslands
Borgarsögusafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn
Borgarsögusafn Reykjavíkur – Víkin sjóminjasafn
Borgarsögusafn Reykjavíkur – Landnámssýningin
Borgarsögusafn Reykjavíkur – Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Ferjan í Viðey
Safnahúsið, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sjá meira inn á VisitReykjavík