Hallgrímskirkja er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur.  Turninn er 74,5 metra hár og þaðan er eitt besta útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið.

Hallgrímskirkja var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni árið 1937 og hófst byggingin árið 1945.  Það tók sinn tíma að byggja kirkjuna og var því lokið um 40 árum síðar eða árið 1986. Byggingu turnsins var þó lokið löngu fyrr.  Orgelið í kirkjunni er engin smásmíði en það er um 25 tonn og er með 5275 pípur. Gerð þess var lokið árið 1992 og hefur það síðan fengið að hljóma við ýmsar upptökur.

Fyrir framan Hallgrímskirkju er svo stytta af Leifi Eiríkssyni (c. 970 – c. 1020) en hann var fyrsti Evrópumaðurinn til að uppgötva Ameríku. Styttan var gjöf frá Bandaríkjunum í tilefni af 1.000 ára afmæli Alþingis árið 1930.

Opið daglega frá kl. 09:00 – 21:00.
Aðgangseyrir er 900 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir 7 – 14 ára.

Comments are closed.